Check it out – sjúklega flott herferð!  

 Hugrún – geðfræðslufélag er félag sem er rekið í sjálfboðaliðastarfi af háskólanemum og hefur það að markmiði að fræða ungt fólk um geðheilbrigði og geðsjúkdóma.

Frá stofnun félagsins hefur vinna þess aðallega falist í því að halda fræðslur í framhaldsskólum um allt land auk þess sem Hugrún hefur staðið fyrir fræðslukvöldum og greinaskrifaátaki og haldið fræðslur í félagsmiðstöðvum, fyrir foreldra- og nemendafélög og fleiri.