Aðalfundur félagsins fer fram fimmtudaginn 21. febrúar næstkomandi frá klukkan 19:30 til 21:00 í stofu O-106 í Odda við Háskóla Íslands.

Áhugasömum er bent á að tilkynna framboð með forminu hér að neðan. Allir skuldlausir félagar eru gjaldgengir til framboðs og hafa atkvæðarétt. Hægt verður að skrá sig í félagið á staðnum. Lagabreytingatillögur má senda á queer@queer.is, lög félagsins verða birt á heimasíðu þess á næstu dögum.

Dagskrá aðalfundar:

  • Kosning fundarstjóra og fundarritara
  • Skýrsla fráfarandi stjórnar
  • Skoðaðir reikningar lagðir fram
  • Lagabreytingar
  • Kosning formanns
  • Kosning sex stjórnarmeðlima
  • Kosning tveggja skoðunarmanna reikninga
  • Önnur mál

Stjórnin.