Ný herferð frá Hugrúnu – geðfræðslufélagi

   Check it out – sjúklega flott herferð!  

 Hugrún – geðfræðslufélag er félag sem er rekið í sjálfboðaliðastarfi af háskólanemum og hefur það að markmiði að fræða ungt fólk um geðheilbrigði og geðsjúkdóma.

Frá stofnun félagsins hefur vinna þess aðallega falist í því að halda fræðslur í framhaldsskólum um allt land auk þess sem Hugrún hefur staðið fyrir fræðslukvöldum og greinaskrifaátaki og haldið fræðslur í félagsmiðstöðvum, fyrir foreldra- og nemendafélög og fleiri.

Vísindaferðir

Þessa önnina hefur Q félagið staðið fyrir fjórum frábærum vísindaferðum fyrir háskólanema. Takk innilega þau sem hafa mætt, tekið þátt og verið æðisleg í alla kanta! 

Fyrirspurnir fyrir næsta vetur hrannast inn og því um að gera að bóka sem fyrst, svo nemendafélagið þitt geti fræðst um hinsegin málefni innan háskólans og hvernig þið getið lagt hönd á plóg 

Sendið fyrirspurn á queer@queer.is og við finnum kvöld saman!