Hér er viðtal við Ásu Guðmundsdóttur gjaldkerann okkar um kynfræðsluna sem Hrafnhildur Sif Sævarsdóttir ritarinn okkar skipulagði og sá um! Takk innilega öll sem mættuð, þetta var snilldar viðburður!
Sérstakar þakkir fær Sigurður Ýmir Sigurjónsson fyrrverandi formaðurinn okkar fyrir að hoppa inn á seinustu stundu!
Sigmann Þórðarson 18/03/2018Kynfræðsla í skólum er óspennandi og sérlega takmörkuð þegar kemur að málefnum hinsegin fólks segir Ása Guðmunsdóttir, gjaldkeri Q – Félags hinsegin stúdenta. Félagið stóð fyrir hinsegin kynfræðslu á dögunum sem átti að fræða mann um það sem maður lærði ekki í skóla.