Q félagið í samstarfi við Samtökin ’78 býður nemendum háskólanna í vísindaferðir í húsnæði Samtakanna, Suðurgötu 3. Sólveig fræðslustýra félagsins heldur utan um vísindaferðirnar ásamt sjálfboðaliðum.

Allar lausar dagsetningar eru uppbókaðar fyrir skólaárið 2019-2020. Okkur þykir virkilega vænt um áhugann sem stúdentar hafa sýnt til að fræðast um málefni hinsegin fólks á Íslandi. Aukin umræða og fræðsla er lykilþáttur í útrýmingu fordóma og mismununar auk þess sem það vinnur að fyrir bætt samfélag. Vísindaferðirnar er leið fyrir háskólanema að fræðast um málefni hinsegin fólks og geta þá komið efninu áfram

Við byrjum að taka við bókunum í vísindaferðir fyrir næsta skólaár sumarið 2020 svo endilega hafið samband aftur þá ef ekki náðist að bóka vísindaferð hjá okkur fyrir þetta skólaár.

Ef þitt nemendafélag hefur áhuga á að koma í heimsókn til okkar, sendið okkur línu á queer@queer.is og við finnum tíma!