Á hverju ári styrkir Erasmus+ verkefnið European LGBTIQ Summercamp.

Undanfarin ár hefur Lambda, félag hinsegin fólks í Þýskalandi, haldið sumarbúðirnar og þekkja því ansi margir sumarbúðirnar einfaldlega sem Lambda.

Ásamt Lambda og Q – félaginu hafa hinsegin félögin MAG Jeunes LGBT í Frakklandi og Malta Gay Rights Movement tekið þátt undanfarin ár með góðum árangri.

Búðirnar eru hugsaðar fyrir 16 til 27 ára hinsegin ungmenni.

Árið 2019 verða búðirnar haldnar af MAG í La Bourboule í Frakklandi dagana 9. – 19. ágúst. Kynningarbækling má sjá hér.
Þátttakendur fá ferðina að hluta niðurgreidda í búðunum €480 að frádregnu búðargjaldi €150, en dagsetningar á flugi og aðrar upplýsingar koma fram á undirbúningsfundi með leiðbeinendum þegar nær dregur.

Mikil eftirsókn er eftir að fara með út og því er um að gera að sækja um sem allra fyrst.

Ef einhverjar spurningar vakna, ekki hika við að senda okkur línu hér á síðunni, hjá Hrefnu alþjóðafulltrúa hrefna@queer.is eða á facebook síðunni okkar.