Smelltu hér til að skrá þig í Q–félagið skólaárið 2022–2023

Q – félag hinsegin stúdenta fylgir lögum um persónuvernd og gætir þess að rétt sé farið með upplýsingar um meðlimi.

Með því að skrá þig í félagið veitir þú stjórn félagsins samþykki til að vinna með þær upplýsingar sem þú gefur upp. Aðeins stjórn félagsins hefur aðgang að félagatali. Ítrustu varúðar er gætt við meðferð félagatalsins. Þú getur hvenær sem skráð þig úr félaginu og afturkallað samþykki þitt með því að senda póst á queer@queer.is með nafni og kennitölu, og verður þá öllum upplýsingum eytt. Mikilvægt er að sá póstur sé sendur úr sama netfangi og þú gefur upp við skráninguna sjálfa.

Mikilvægt er að hafa í huga að það að villa á sér heimildir varðar við lög, hvort sem um er að ræða skráningu í félagið eða skráningu úr því.

Einnig er mikilvægt að félagið hafi skráð rétt netfang til að boða félaga á félagsfundi og aðalfundi, ef til þess kemur, því biðjum við þig að athuga það sérstaklega.

Árgjaldið er 1.500 kr. og má greiða inn á reikning félagsins eða með Aur.

Bankaupplýsingar Q

kt. 650199-2519
reikn. 0133-26-006031
Aur númer: 123 663 1997

Vinsamlegast setjið árgjald í skýringu og sendið staðfestingu á members@queer.is úr heimabankanum.

Q–kortið getur þú svo sótt á næsta Q-kvöld eða samið um aðra afhendingu í gegn um Facebook eða queer@queer.is.