Ný löggjöf um persónuvernd (GDPR)

Q – félag hinsegin stúdenta ( „félagið“ til einföldunar) bregst við nýrri löggjöf um persónuvernd og vinnslu persónuupplýsinga (GDPR) sem kom til framkvæmdar 25. maí 2018 á evrópska efnahagssvæðinu. Persónuvernd okkar félagsfólks hefur ávallt verið lykilatriði og er okkur umhugað um öryggi þeirra upplýsinga. Hér má skoða hvaða upplýsingar félagið geymir hjá sér og af hverju.

Hvaða upplýsingar geymir Q – félag hinsegin stúdenta?

Félagið geymir aðeins þær upplýsingar sem félagsfólk sjálft skráir niður þegar þau skrá sig í félagið. Þessar upplýsingar eru: Nafn, kennitala, tölvupóstfang, símanúmer og upplýsingar um hvaða skóla viðkomandi stundar nám við.

Félagatal Q – félagsins er vistað hjá formanni og hefur hann aðgang að því ásamt öðrum stjórnaraðilum. Félagið sendir félagatal aldrei með tölvupósti né fjölfalda það að nokkru leyti.

Af hverju geymir félagið upplýsingar félaga sinna?

Fyrst og fremst til að framfylgja lögum félagsins en skv. þeim eru aðeins skráðir félagar með rétt til fundarsetu og atkvæðagreiðslu á aðalfundum og félagsfundum félagsins. Einnig eru upplýsingar geymdar í þeim tilgangi að hafa samband við félaga og við útdeilingu félagaskírteina.

Hvar get ég séð mínar upplýsingar hjá Q – félagi hinsegnin stúdenta?

Þú getur sent okkur tölvupóst á queer@queer.is og við látum þig vita hvaða upplýsingar eru skráðar og þá hvar. Við kappkostum að svara þessum beiðnum eins fljótt og auðir er, en vekjum athygli á því að allt starf félagsins er unnið í sjálfboðavinnu. Til að auðvelda úrvinnslu biðjum við þig um að merkja tölvupóstinn „Mínar upplýsingar hjá Q“.

Deilir Q – félagið upplýsingum?

Nei, aldrei. Eins og áður sagði eru aðeins stjórnaraðilar með aðgang að skjalinu sem inniheldur félagatalið. Skjalið er aðeins vistað í einu skjali. Einu upplýsingar sem félagið deilir eru tölfræðiupplýsingar s.s. fjöldi einstaklinga á viðburðum, fjöldi þeirra sem fá fræðslu o.þ.h. Þessar upplýsingar eru ekki rekjanlegar til einstaklinga.

Atriði sem Q – félag hinsegin stúdenta hefur ávallt í huga:

  • Félagið ábyrgist að gæta upplýsinga um félaga sína vandlega og fara með þær sem trúnaðarupplýsingar, líkt og lög félagsins kveða á um
  • Félagið mun aldrei afhenda, selja eða leigja upplýsingar um félaga sína til þriðja aðila.
  • Félagið mun ekki afhenda samskiptaupplýsingar félaga til þriðja aðila og munu aldrei nota upplýsingarnar nema til að eiga hófleg og heiðarleg samskipti við félaga.
  • Félagið veit að félagar sjálfir (ekki Q – félag hinsegin stúdenta) eiga sínar persónuupplýsingar og hafa aðgang að þeim ef þeir kjósa svo.
  • Félagið mun eyða félagatali sínu ef það er lagt niður í núverandi mynd.

Úrvinnsla og tölfræði

Fleiri einstaklingar en skráðir félagar leita til félagsins eftir þjónustu, fræðslu og á viðburði, og áskilur félagið sér rétt til að útbúa tölfræðilegar samantektir og aðrar ópersónugreinanlegar upplýsingar út frá því, enda er það notað í þeim tilgangi að bæta þjónustu og greina þörf þeirra sem leita til okkar. Þessir einstaklingar eru ekki endilega félagar og eru ekki endilega með persónugreinanlegar upplýsingar á skrá hjá félaginu.

Vefur

Á vef félagsins er Google Analytics virkjuð en með þeirri þjónustu greinum við umferð um vefinn og hegðun einstaklinga á vefnum. Google Analytics skoðar hvaða síður einstaklingur heimsækir, hve lengi heimsóknin varir og hvaða síður eru opnaðar á eftir hverri. Þessar upplýsingar eru ekki persónugreinanlegar. Persónuverndarstefna Google Analytics.

Aðeins vefstjóri og stjórn hefur aðgang að þjónustu Google Analytics.

Heimasíða félagsins, http://www.queer.is, notar vafrakökur (e. cookies). Með því að nota vef félagsins ertu að gefa leyfi til að nota vafrakökur. Google Analytics nýtir sér þessar vafrakökur til að greina umferð um vefinn. Vafrakökur eru litlar textaskrár, nokkurs konar fótspor sem vistast í tölvu eða snjalltækjum gesta. Í flestum vöfrum er hægt að breyta öryggisstillingum svo þeir taki ekki á móti kökum. Einnig er auðvelt að eyða vafrakökum. Hér eru leiðbeiningar til að eyða vafrakökum á Google Chrome, Mozilla Firefox, Safari, Microsoft Edge og Opera vöfrunum.

Félagið notar vefumsjónarkerfið WordPress. Hér er persónuverndarstefna WordPress.com.

Aðeins stjórnarmeðlimir félagsins hafa aðgang að stjórnborði vefsíðu félagsins.

Félagið áskilur sér þann rétt að breyta persónuverndarstefnu sinni hvenær sem er, en tryggja að nýjasta stefnan sé ávallt aðgengileg hér á vefnum.