20 ára afmælishátíð Q

20 ára afmælishátið félagsins fór fram í kjallaranum á Hard Rock Café Reykjavík föstudaginn 25. janúar sl.
Hátíðin fór mjög vel fram og höfðu gestir orð á því við stjórnarmeðlimi hve ánægð þau væru með kvöldið. Stjórn félagsins þakkar öllum þeim sem komu að hátíðinni á einn eða annan hátt, og öllum gestunum fyrir frábært kvöld.


Sérstakar þakkir fá styrktaraðilar hátíðarinnar ásamt starfsfólk Hard Rock Café fyrir frábærar veitingar og þjónustu við hýrasta viðburð í sögu staðarins.
Eftirfarandi fyrirtæki og stofnanir styrktu hátíðina og útgáfu afmælisritsins:
Landsbankinn, Hard Rock Café, Félagsstofnun Stúdenta, Háskólinn á Akureyri, Kiki Queer Bar, Pink Iceland, Háskólinn í Reykjavík, Félagsvísindasvið Háskóla Íslands, Mekka Spirits og Mennta- og menningarmálaráðuneytið.

Hrafn Sævarsson, ritari, ásamt Bergþóru Sveinsdóttur, formanni, opna kvöldið og kynna afmælisrit félagsins.

Fyrrum formenn félagsins fá blómvönd í þakklætisskyni fyrir framlag sitt til félagsins og hinsegin baráttu innan háskólanna.

Fyrsti formaður, og einn af stofendum félagsins, Alfreð Hauksson, hélt tölu og deildi kímnum sögum frá stofnun félagsins.

Guðbjörg Linda Rafnsdóttir, aðstoðarrektor vísinda og prófessor í félagsfræði, hélt tölu fyrir hönd Háskóla Íslands í fjarveru Jóns Atla Benediktssonar rektors.

Ingileif Friðriksdóttir, söngkona og stofnandi Hinseginleikans, steig fyrst skemmtikrafta á svið og tók nokkur vel valin lög við góðar undirtektir.

Kimi Tayler, grínisti, steig næst á svið og skemmti lýðnum.

Næstur var það Turner Strait frá Dragsúgi.

Á eftir Turner mætti Starina á svið og tryllti lýðinn áður en hún fékk Turner upp með sér.

Páll Óskar mætti þá á svið með prompi og prakt eins og honum einum er lagið, með viðeigandi confetti sprengjum og glimmer dönsurum.

Leynigesturinn mætti á svæðið við mikinn fögnuð viðstaddra og flutti vel þekkta slagara sína. Hann ætlaði að vera farinn af landinu en lengdi ferðina bara til þess að missa ekki af þessum magnaða viðburði.

Seth Sharp hélt svo uppi stuðinu fram yfir miðnætti.