Q–kortið er meðlima- og afsláttarkort Q–félagsins.

Við höfum aldrei haft jafn marga afslætti og í ár! Öllum er velkomið að skrá sig í Q-félagið og það kostar ekkert. En þau sem vilja geta keypt sér félagakort á litlar 2.500 kr. og fá þá frábær kjör hjá hinum ýmsu fyrirtækjum. Kort verða afhent á viðburðum okkar. Þið getið fylgst með komandi viðburðum á samfélagsmiðlum okkar.

Afslættir sem fást gegn framvísun skírteinis starfsárið 2023-2024:

Kiki

Happy hour tilboð og V.I.Q. (very important queer) þ.e. fram fyrir röðina með +1 (ekki fleiri) gegn framvísun skírteinis. Með fyrirvara um að dyraverðir stjórna flæði inn á staðinn.

Bíó Paradís

25% afsláttur af miðaverði gegn framvísun skírteinis í miðasölunni eða sjoppunni (hægt er að kaupa bíómiða þar einnig). 

Pink Iceland

20% afsláttur í Pink party.

Elding Whale Watching

20% afsláttur af klassískri hvalaskoðun og norðurljósasiglingu gegn framvísun felagsskírteinis. 

Bókasamlagið

20% afsláttur af veitingum.

Kattakaffihúsið

20% afsláttur af heitum drykkjum virka daga og sami afsláttur af samlokum. 

Föndra

15% afsláttur.

Lemon

15% afsláttur gegn framvísun skírteinis. Afslátturinn gildir ekki af kombóverðum eða öðrum tilboðum. Einnig gildir hann ekki á Lemon mini sem eru á Olís.

Omnom

15% afsláttur á virkum dögum í ísbúð gegn framvísun kortsins.

Plantan kaffihús

10% afsláttur af öllum veitingum.
Og sérstakt tilboð á hafragraut á morgnana:
Vanalega kostar hann 1.295 kr. með 3 toppings, en tilboðsverð er 995 kr.

Loft Hostel

Afsláttur á Gull Lite og Somersby á 990 kr. ásamt Opal skoti á 850 kr. 

Gaukurinn

Happy Hour til 22:00 alla daga (sem sagt framlengdur um 2 klst).

Hringdu

Pakkatilboð: Frítt heimanet + leiga á router + ein farsímaáskrift í þrjá mánuði.

Losti

10% afsláttur fyrir öll sem framvísa stúdentakorti.

Lebowski bar

15% afsláttur á matseðli gegn framvísun háskólaskírteinis