Opið bréf til ríkisstjórnar Íslands

Lög um kynrænt sjálfræði tóku gildi 2019 og frá ársbyrjun 2021 hefur staðið til boða hlutlaus kynskráning í þjóðskrá. Það vantar þó upp á innleiðingu laganna með uppfærslu reglugerða svo að lögin hafi tilætluð áhrif og verði eitthvað meira en fögur orð á blaði. Enn er stofnunum og vinnustöðum af ákveðinni stærð til dæmis meinað að gera salernisaðstöðu sína kynhlutlausa, því samkvæmt reglugerðum verða salerni að vera kyngreind. Þetta er þrátt fyrir fjölda fyrirspurna og ákall frá meðal annars Reykjavíkurborg, stúdentahreyfingunni, frá hagsmunasamtökum hinsegin fólks og innan þingmannaliðsins.

Umhverfis- og auðlindaráðherra hefur til að mynda verið með breytingar á reglugerð varðandi almenningssalerni í vinnslu í langan tíma en félags- og barnamálaráðherra virðist lítið ætla að gera varðandi reglur um vinnustaði. Þá ber forsætisráðherra heildarábyrgð á innleiðingu laga um kynrænt sjálfræði samhliða jafnréttismálunum. Það er löngu orðið tímabært að uppfæra reglugerðir í samræmi við breytta tíma og ný lög sem þegar gera ráð fyrir fleiri kynjum en kynjatvíhyggjan gerir.

Um þessar mundir standa yfir ríkisstjórnarmyndunarviðræður og vilja undirrituð hvetja til þess að það verði ávarpað í stjórnarsáttmála að lög um kynrænt sjálfræði verði að fullu innleidd. Það skiptir máli að aukin réttindavernd skili sér í því sem mætir fólki á hverjum degi og hefur því umfangsmikil áhrif á lífsgæði.

Reykjavíkurborg, stúdentahreyfingin og hagsmunasamtök hinsegin fólks hafa beitt sér fyrir því að þessum reglugerðum verði breytt svo að starfsfólk, nemendur og íbúar af öllum kynjum upplifi sig velkomin innan háskóla- og borgarsamfélagsins. Ókyngreind salerni eru mikilvæg rými fyrir breiðan hóp fólks, sem hefur kyntjáningu sem skarast á við samfélagsleg viðmið, hvort sem manneskjan er trans, intersex, kynsegin eða sískynja. Hinsegin fólk með ódæmigerða kyntjáningu mætir mikilli hliðvörslu í kynjuðum rýmum sem gera aðeins ráð fyrir kvenkyni og karlkyni. Það birtist meðal annars í formi öráreitni og fordóma. Kynjuðu rýmin eru óörugg rými fyrir margt hinsegin fólk. Það er okkar ósk að geta boðið upp á ókyngreind salerni og að þau verði ætíð viðmiðið. Til þess að svo megi verða þarf að bregðast við þessum óskum tafarlaust.

Hugmyndir og skilaboð sem ríkið setur fram skipta máli og þegar jafn framsækin og mikilvæg lög og lög um kynrænt sjálfræði líta dagsins ljós þá skiptir máli að hugmyndafræðin og þekkingin sem að baki þeim búa hafi raunveruleg áhrif; á aðra löggjöf, á reglugerðir, á umhverfi og skipulag og daglegt líf þeirra sem lögin snerta. Ríkisstjórnin má ekki vanmeta áhrif sín á þessum sviðum, en í raun komumst við undirrituð ekki lengra í því að bæta stöðu trans fólks og intersex fólks í ákveðnum málum án þess að fá grænt ljós frá ríkisstjórninni. Við óskum hér með eftir þessu græna ljósi og beinum sjónum okkar sérstaklega að umhverfis- og auðlindaráðherra, félags- og barnamálaráðherra og forsætisráðherra sem bera beina ábyrgð á ofangreindum reglugerðum og svo málaflokknum í heild sinni.

Í framhaldinu munu undirrituð óska eftir samtali við viðeigandi ráðuneyti um nauðsynlegar úrbætur.

Með kveðju,

Q – félag hinsegin stúdenta
Stúdentaráð Háskóla Íslands
Jafnréttisnefnd Háskóla Íslands
Femínistafélag Háskóla Íslands
Mannréttinda-, nýsköpunar- og lýðræðisráð Reykjavíkur
Samtökin ‘78
Trans Ísland

Skráning í Q 2020-2021 / Sign up for Q 2020-2021

Vegna COVID hefur Q ekki getað haldið uppi hefðbundnu starfi síðan í mars. Við höfum því ákveðið að breyta fyrirkomulaginu á meðlimaskráningu fyrir starfsárið 2020-2021.

❤️ Þau sem skráðu sig í félagið í fyrra (2019-2020) þurfa ekki að gera það aftur fyrir þetta ár. Við höfum endurnýjað stóran hluta af þeim afsláttum sem við vorum með í fyrra og Q kortið mun því gilda áfram út þetta starfsár!

🧡 Vegna takmarkaðs starfs mun meðlimaskráning aðeins kosta 1500kr. þetta árið (í stað 2500kr.)

💛 Skráning fer í gegnum google forms sem finna má hér

Q kortin verða aðgengileg á öllum viðburðum Q. Ef það eru einhverjar spurningar eða vangaveltur ekki hika við að senda okkur línu 🏳️‍🌈

////////////////////////////////////////////////////////////////////////////////////////////////////////////////////////////////////////////////////////////////

Because of COVID Q has not been able to uphold a normal event schedule since March. Because of that we have decided to change this years sign up!

💚 Those who signed up for Q last year (2019-2020) will not have to do so again for this year. We have renewed most of the discounts we had and so the Q card will be valid throughout this year!

💙 Because of limited events we will only be charging 1500kr. for signup this year (versus 2500kr.)

💜 Signup will be done through a google form you can find here

The Q card will be available at every Q event. If there are any questions don’t hesitate to send us a message 🏳️‍🌈

Skráðu þig í Q // Sign up for Q

Opnað hefur verið fyrir meðlimaskráningu! Til þess að skrá sig í félagið þarf að fylla út þetta form. Skráning í félagið kostar litlar 1500kr. og veitir félögum kosningarrétt á aðalfundi og félagsskírteini. Afslættir Q kortsins þetta árið eru ekki af verri toganum en við erum með afsláttakjör hjá m.a. Lemon, FOTIA, Pink Iceland, Gauknum og Kiki! Nánari upplýsingar um afslætti og fríðindi má sjá hér.

Member sign up is open! In order to sign up for Q you need to fill out this form. Signing up for Q only costs a little 1500kr. and grants members the right to vote at our general assembly and a member card. The Q card for this year grants you discounts at Lemon, FOTIA, Pink Iceland, Gaukurinn, Kiki and more! Further information about the discounts can be found here.

Óskað eftir þátttakendum í rannsókn á smokkanotkun

hilogoÓskað er eftir þátttakendum í rannsókn á smokkanotkun ungra karlmanna/unglinga á vegum Hjúkrunarfræðideildar
Háskóla Íslands.
Um er að ræða einstaklingsviðtal sem tekur 30-60 mínútur.
Áhugasamir hafi samband við Sóleyju S. Bender, ábyrgðarmann rannsókninnar.
Greitt er 5.000 kr. fyrir hvert viðtal. Léttar veitingar.

Sóley S. Bender, prófessor                 ssb@hi.is              s. 863-4314
Hjúkrunarfræðideild,
Eirberg,
Eiríksgötu 34,
101 Reykjavík

Vakin er athygli á því að Q – félagið svarar ekki fyrirspurnum um rannsóknina, hafa skal beint samband við ábyrgðarmann hennar, Sóleyju S. Bender, prófessor.
Auglýsing einstaklingsviðtöl.pdf

20 ára afmælishátíð Q

20 ára afmælishátið félagsins fór fram í kjallaranum á Hard Rock Café Reykjavík föstudaginn 25. janúar sl.
Hátíðin fór mjög vel fram og höfðu gestir orð á því við stjórnarmeðlimi hve ánægð þau væru með kvöldið. Stjórn félagsins þakkar öllum þeim sem komu að hátíðinni á einn eða annan hátt, og öllum gestunum fyrir frábært kvöld.


Sérstakar þakkir fá styrktaraðilar hátíðarinnar ásamt starfsfólk Hard Rock Café fyrir frábærar veitingar og þjónustu við hýrasta viðburð í sögu staðarins.
Eftirfarandi fyrirtæki og stofnanir styrktu hátíðina og útgáfu afmælisritsins:
Landsbankinn, Hard Rock Café, Félagsstofnun Stúdenta, Háskólinn á Akureyri, Kiki Queer Bar, Pink Iceland, Háskólinn í Reykjavík, Félagsvísindasvið Háskóla Íslands, Mekka Spirits og Mennta- og menningarmálaráðuneytið.

Hrafn Sævarsson, ritari, ásamt Bergþóru Sveinsdóttur, formanni, opna kvöldið og kynna afmælisrit félagsins.

Fyrrum formenn félagsins fá blómvönd í þakklætisskyni fyrir framlag sitt til félagsins og hinsegin baráttu innan háskólanna.

Fyrsti formaður, og einn af stofendum félagsins, Alfreð Hauksson, hélt tölu og deildi kímnum sögum frá stofnun félagsins.

Guðbjörg Linda Rafnsdóttir, aðstoðarrektor vísinda og prófessor í félagsfræði, hélt tölu fyrir hönd Háskóla Íslands í fjarveru Jóns Atla Benediktssonar rektors.

Ingileif Friðriksdóttir, söngkona og stofnandi Hinseginleikans, steig fyrst skemmtikrafta á svið og tók nokkur vel valin lög við góðar undirtektir.

Kimi Tayler, grínisti, steig næst á svið og skemmti lýðnum.

Næstur var það Turner Strait frá Dragsúgi.

Á eftir Turner mætti Starina á svið og tryllti lýðinn áður en hún fékk Turner upp með sér.

Páll Óskar mætti þá á svið með prompi og prakt eins og honum einum er lagið, með viðeigandi confetti sprengjum og glimmer dönsurum.

Leynigesturinn mætti á svæðið við mikinn fögnuð viðstaddra og flutti vel þekkta slagara sína. Hann ætlaði að vera farinn af landinu en lengdi ferðina bara til þess að missa ekki af þessum magnaða viðburði.

Seth Sharp hélt svo uppi stuðinu fram yfir miðnætti.

Vísó hjá VG í Reykjavík & UngVG

Vinstri Græn í Reykjavík og Ung Vinstri Græn bjóða nemendafélögum í vísindaferð þann 10. maí kl. 17-20.
Boðið verður upp á barsvar og skemmtilegheit, ásamt veitingum í kosningamiðstöð VG að Þingholtstræti 27, 101 Reykjavík.

Q fær pláss fyrir 10 manns og biðjum við þá sem hafa áhuga og komast um að skrá sig!
Lokað verður fyrir skráningu þegar 10 manns hafa skráð sig.