Hrefna Ósk Maríudóttir, forseti Q - félags hinsegin stúdenta í kvöldfréttum RÚV

Tekið var viðtal við Hrefnu, forseta Q, fyrir kvöldfréttir RÚV í tilefni nýrra laga og listamarkaðarins sem Q stóð fyrir í sumar.

„Það getur verið virkilega erfitt að fá að taka pláss og mikið af þessu fólki glímir við það að þeim finnst erfitt að taka pláss og við erum að reyna að skapa vettvang þar sem það getur tekið eins mikið pláss og það vill. Þar sem það mætir 100% engum fordómum og það er rými fyrir alla og allar tegundir af fólki.“

Þökkum öllum fyrir sem mættu yfir helgina og sérstaklega öllu hæfileikaríka listafólkinu sem tók þátt. Hlökkum til að halda enn þá stærri og flottari listamarkað næst!

Fréttina má sjá hér: https://www.ruv.is/frettir/innlent/2023-06-11-segir-bann-vid-baelingarmedferd-gifurlega-mikilvaegt/